Skip to: Site menu | Main content

 

Hreindýraveiðiferð Friðriks og Hjartar með Kolbeini 08 ág 2009

Fórum við Friðrik úr bænum um kl 10:30 þann 7 ágúst, ókum við sem leið lá norður um með stefnu á Skjöldólfsstaði og einnig með viðkomu á Akureyri þar sem skip Friðriks var í slipp notaði ég tækifærið meðan hann var um borð að þá slakaði ég aðeins á afturdempurum hjá mér sem voru of stýfir því ég hafði verið með Camperinn á pallinum og gleymdi á mýkja þá aðeins áður en austur var haldið án Campers. Nú við fengum okkur einnig næringu í útskoti austan megin í Eyjafirðinum gegnt Akureyri. Svo var ekkert stoppað fyrr en að Skjöldólfsstöðum og tóku þá á móti okkur tvær yngismeyjar sem ég veit ekki hvað heita, svo komum við okkur fyrir og fengum okkur svo næringu. Hittum svo þann sem ætlaði að leiðsegja okkur í staðinn fyrir Aðalstein mann sem er ættaður héðan úr sveitinni nánar frá (Vaðbrekku ???) en er nágranni minn í RVK hann Kolbeinn (hvers son ???) ákváðum að hittast um 08:00 daginn eftir. Kíktum einnig á tjald sem reyst hefur verið á túninu við Skjöldólfsstaði í minningu Hákonar Aðalsteinssonar, þar sem hægt er að kynda inní og finna sig sem Sama. Svo var tekin stefnan í pottinn eftir langan dag og eins til að byggja sig upp fyrir veiðidag sem getur farið á ýmsa vegu, maður veit aldrei. Svo á leið í háttinn rákumst við á Aðalstein og ræddum aðeins við hann, svo var farið að sofa. Nú það var hist um 08:00 ekið suður Jökuldalinn yfir Jökulsánna við Brú að Vaðbrekku svo aðeins sunnar þar til að við komum að skilti sem á stóð Kárahnjúkar og fórum við þann slóðann ef ske kynni að við myndum rekast á dýr, höfðum frétt af törfum einhversstaðar á þeirri leið og vorum aðeins að vona að með þeim í för væru einnig kýr. Ókum Smjörtungudalinn sáum í fjarska Hafrahvammagljúfur, Kárahnjúk, Búrfell, Hvannastóðsfjöll og í bakgrunni er sennilega Brúarjökull. Sáum tarfana á ferð það langt í burtu að við gátum engan veginn gert okkur í hugarlund hvort þar væru kýr einnig. Héldum áfram uns við komum aftur á malbik norðan við Syðradrag beygðum þá í austur og ókum þar til að við sáum menn vera að koma sér í færi við dýr í fjarska, fylgdumst með þeim og einnig talaði Kolbeinn við þá og þekkti þá vel. Þetta var NA við Sauðafell í votlendinu suður af Þrælaháls, en á meðan við vorum að fylgjast með þeim var ég að snúa bílnum á malbikinu norðan við Laugarfell, var samt í lágu fjórdrifi vegna þess að plássið var það lítið að afturdekkin fóru aðeins út fyrir veg, þá fór hjá mér stýrisendi, en ég veit orðið mjög vel af þessum veikleika og var með vara enda og er ég ekki nema 10 mínútur að skipta. Svo þegar þeir voru búnir að ná þeim dýrum sem til stóð ókum við eftir veginum þar til dýrin voru um það bil þvert á okkur, lögðum þar bílnum og þrömmuðum af stað. En dýrin höfðu færst í Norðaustur og voru á ferð. Tók það okkur tæpa 2 tíma að koma okkur í færi, landið var það slétt og vind áttin þannig að við þurftum að taka langan sveig þar til að við loks komumst í færi. Nú færið var 180 metrar og skaut Friðrik fyrst og fóru dýrin þá á skrið frá okkur og hélt ég mig vera það góðan að getað skotið með dýrin á ferð en ég hitti ekki, læddist þá niður smá halla og fyrir smá ás sem þar var og kom mér fyrir þar á steini en ferðin var það mikil á dýrunum og miðað við fyrra skot þá vildi ég ekki taka óþarfa áhættu, læddist aftur fyrir annan ás og kom mér í færi, voru dýrin þá orðin rólegri en ekki alveg hreyfingarlaus og var ég smá stund að velja mér kú. Fann mér svo væna kú sem ég skaut og féll hún sem skotinn, kom svo Kolbeinn en hann hafði verið að fylgjast með og blóðgaði kúna. Nú rauk hjörðin í suðurátt og sáum við hana ekki meir, en fljótlega sáum við kálf vera að nálgast en þegar þeir uppgötva að mamma er ekki með þá fara þeir að leita hennar og var þetta kálfur frá kúnni sem Friðrik skaut, kúin mín var það stór að sennilegast hefur hún verið geld, allavega kom enginn kálfurinn. Nú ég og Kolbeinn fóru að draga kúnna mína í bílinn á meðan Friðrik beið eftir að fá kálfinn í færi. Í bílinn var rétt tæpur kílómetri og fórum við Kolbeinn í að draga fyrst kúnna mína og tók það rétt um tvo tíma, síðan þegar við vorum á leiðinni til Friðriks heirðum við skothvell og vonum þar með að Friðrik hefði skotið kálf sem reyndist vera og byrjaði þá seinna streðið en var í raun svolítið auðveldara því kú Friðriks var léttari. Komum svo dýrunum í bílinn og héldum að Klausturseli þar sem Kolbeinn nú vegna þess að hann var í vinnu hjá Aðalsteini þá fékk hann þar inni til að flá dýrin og ganga frá í kæli. Nú klukkan var um 14:30 þegar við vorum að skjóta dýrin en klukkan var 10:30 þegar við komum niður að Skjöldólfsstöðum búnir að ganga frá dýrunum, svo einhvern tímann hefur það tekið að koma þeim niður í bílinn. Svo fengum við okkur að borða, gerðum upp leiðsögnina og ræddum aðeins við Aðalstein, fórum svo í pottinn og var hann yndislegur eftir þennan dag. Klukkan var um 03:00 þegar við loks fórum að sofa. Vöknuðum klukkan 09:00 nærðum okkur gerðum okkur klára til brottfarar, fórum að Klausturseli gerðum þar upp kæligeymslu gjaldið og héldum áleiðis til Reykjavíkur suður um, stoppuðum á Egilsstöðum til að taka eldsneiti og var þá stefnan tekin á Höfn í Hornafirði því meiningin var að heimsækja Guðberg skólafélaga úr Breiðholtsskóla, og var hann heima. Héldum svo för okkar áfram til Reykjavíkur og þegar þangað var komið fórum við beint til Magnúsar kjötvinnslumanns sem tók fyrir okkur skrokkana til nánari vinnslu. Var kominn heim til mín um kl 21:40 fór þá aðeins til Sveins því hann var að fara í heita pottinn hjá sér, ég má ekki frétta af heitum potti neins staðar þá er ég kominn í hann. En sem sagt mjög velheppnuð ferð :-} Samanlagður kostnaður okkar með ÖLLU er um það bil 310.000.- íslenskar krónur.

<< Til baka: 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7
Sýna fjölda mynda á síðu
9 - 12 - 18 - 21 - allt
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón