Skip to: Site menu | Main content

 

Landgræðsluferð 2013

Fóru 17 manneskjur úr Ferðaklúbb 4x4 í Þjórsárdalinn. Nánar tiltekið í Þórðarholt og Núpsskóg. Árið 1882 var aftakaveður hér í Þjórsárdalnum og Landeyjunum Sandfellisveðrið mikla. Bæði í Gnúpverjahreppi og Rangárvöllum var búið að vera léleg ár til beita og þess vegna var fé úti þegar veðrið skall á. Allt fé sem var inn á afrétt bara skóf í kaf skaflar af sandi kæffærði allt, eina sem lifði var það sem var í Búrfellsskógi og niðri á Ásólfsstöðum og Skriðufelli. Þá fóru 20 bæir í eyði í Landssveitinni og Rangárvöllunum og yfir 2000 fjár drapst og 2000 hestar og eitthvað af nautfé, þá eyddist allur Landsskógurinn sem var til þá og eitthvað hér í Þjórsárdalnum. Þá voru árnar á ís og þess vegna óð sandurinn viðstöðulaust yfir árnar í staðinn fyrir að ef þær hefðu verið opnar hefði talsvert af sandinum farið í þær, en hann óð alla leið niður í Þykkvabæ í þessu Norðanbáli sem stóð frá 25 apríl ti 19 maí. Bálið var svo svart að fólk sá ekki úr augum allan tímann og fylltust öll hús sem á þeim tíma voru mjög óþétt, þau bara fylltust af sandi. Úr einhverjum var grafið en þetta varð til þess að um 20 býli fóru í eyði. Eins voru öll tún ónýt. Ef litið er yfir Rangárvellina nú sést að þar er búið að gera helling, þetta var ein eiðimörk fyrir um 70 - 80 árum. Matthías Jockumsson var niður í Odda og skrifaði hann eitthvað um þetta og einnig voru skrifuð eitthvað af bænabréfum til Bretlands og fengust styrkir út á þau.

<< Til baka: 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 - 11
Sýna fjölda mynda á síðu
9 - 12 - 18 - 21 - allt
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón