Skip to: Site menu | Main content

 

Fyrsta - Fyrri - [ 40 / 200 ] - Næsta - Síðasta
Skálinn er reistur á þykkri jarðvegstorfu, sem nefnist Réttartorfa. Nafnið kemur til af því að á henni var rétt, þar sem Mývetningar og Bárðdælir drógu fé sitt sundur. Mótar enn fyrir veggjum réttarinnar. Sunnar lækkar torfan og verður sléttari. Þar reistu Bárðdælir gangnamannahús 1976. Á húsið var sett útskorið skilti með nafninu Réttarkot, en bændur á næsta bæ vilja ekki kannast við það nafn á húsinu og telja það mistök þess er skar. Eyjafjarðardeild 4x4 samdi við Bárðdæli um að klúbburinn reisti þar nýjan skála, sem gangnamenn hefðu til afnota, en klúbburinn ætti. Húsið var gert fokhelt á einni helgi 15.-17.júlí 1994 og síðan hefur verið unnið eitthvað við það nær árlega.
skoðuð 788 sinnum
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón