Skip to: Site menu | Main content

 

Fyrsta - Fyrri - [ 44 / 200 ] - Næsta - Síðasta
Skálinn er A-hús, um 60 fermetrar að grunnfleti. Niðri er forstofa, eldhús og salur. Uppi er svefnloft. Í skálanum eru nú 36 dýnur og eru þær vel breiðar. Leggja má 15 dýnur á svefnloftið en vel geta verið um 20 manns á þeim, sé þörf á að þjappa. Niðri eru fjórar dýnur á bálki og talsvert gólfpláss. Í eldhúsi er steinolíukabyssa og er hún tengd við miðstöðvarofn í endanum á salnum og þurrkgrind í forstofu. Einnig er þar gaseldavél með fjórum hólfum og bakarofni, gasofn og vaskur þar sem hægt er að fá rennandi vatn vetur sem sumar. Í salnum eru núna 5 borð og sæti fyrir 20 manns og borðbúnaður fyrir 24. Raflýsing er með sólarraflöðu (12V) og úti á snyrtihúsi með þurrsalerni býr ljósavél sem hægt er að gangsetja og fá þannig nokkur kW af 220V rafmagni til að reka aflfrek tæki og til lýsingar í húsinu Einnig má lýsa upp svæðið milli húsanna með miklum ljóskastara sem er á stafni skálans þegar ljósavélin er í gangi. Pallur er hringinn í kringum skálann og göngubrú er yfir að snyrtihúsi og að stiga sem liggur niður á bílastæðið sunnan torfunnar. Nú er einnig komin viðbygging við húsið og er verið að innrétta hana. Þar verður vatnssalerni og geymsla.
skoðuð 754 sinnum
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón