Skip to: Site menu | Main content

 

  • Fréttir
  • Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var

Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var
13.Mars 2009

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.

Íslendingar eru að selja sálu sína fyrir ímyndunarpeninga, því aðra peninga virðumst við ekki þekkja. Allir vita útkomu álvera fyrir Íslenskan efnahag, allt í mínus.  Þrátt fyrir þessa vitneskju er Samfylkingin með Össur í broddi fylkingar að kynna Helguvíkurálver sem atvinnulausn fyrir Ísland. Þetta er algjörlega óábyrgt og stefnir landinu í algjört óefni og mun verða okkur mun skaðvænlegra í framtíðinni en bankahrunið er í dag.

Almenn hlýnun hefur í för með sér að kjörlendi ýmissa dýrategunda þokast norður á bóginn. Þannig flytjist fiskistofnar, landdýr, plöntur, fuglar og skordýr sífellt norðar – en einnig ýmsir vágestir. Veirur sem berast á milli fólks með moskítóflugum og sjúkdómar sem smitast með neysluvatni yrðu algengari í hlýrri Evrópu.

Vísindamenn segja Norðurheimskautssvæðið hitna á tvöfalt meiri hraða en annars staðar á jörðinni.  Þetta setur ísbirni einnig í mikla útrýmingarhættu þar sem náttúrulegt umhverfi þeirra er að bráðna.

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón