Skip to: Site menu | Main content

 

  • Fréttir
  • ''Stríðið gegn Íslandi'' Er Ísland betur borgað í ESB?

''Stríðið gegn Íslandi'' Er Ísland betur borgað í ESB?
5.Apríl 2009

Eftir að hafa lesið grein Michael Hudson og horft á hann og John Perkins í Silfrinu í dag þá vona ég að stjórnvöld og þjóðin hugsi vel áður en vaðið er á stað í ESB.  Þetta eru stórar ákvarðanir sem mun hafa áhrif á landið okkar og komandi kynslóðir. Ekki ætla ég að segja annað en undanfarin ár hafa margir hámenntaðir útlendingar komið til Íslands og varað þjóðina við því sem myndi gerast hér og viti menn þetta hefur allt gerst.

Hvað sögðu menn hér heima, jú þetta eru allt saman tapsárir útlendingar sem skilja ekki business og hvað við íslendingar erum klárir. Ekki þarf mörg orð til að útskýra hver hafði rétt fyrir sér og hver ekki.

Til að komast út úr skuldafeninu verða Íslendingar að átta sig á hvers konar efnahagsástand sjálfseyðingar íslenskir bankamenn hafa skapað. Þrátt fyrir að hafa eytt nærri hálfri öld í að rannsaka þjóðir í erfiðri skuldastöðu hef ég sjaldan eða aldrei séð neitt í líkingu við ástandið á Íslandi.

Það mun ekki skipta neinu máli hvað gjaldmiðillinn okkar heitir ef við ætlum að halda áfram að lifa á lánum.  Þar til við áttum okkur á því að þetta gengur ekki svona þá mun þetta halda áfram krónan sveiflast upp og niður og verbólgan gera það sama.

„Lifið lífinu lifandi“ Á Íslandi.

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón