JAKINN.IS
Ávallt ískaldur!
- Fréttir
- Draumalandið
Draumalandið
1.Maí 2009
Var að koma af kvikmyndasýningu. Sá ansi (RAF)magnaða mynd eftir Andra Snæ.... Eitt af svo mörgum athygliverðum atriðum í myndinni var eftirfarandi...Það var við smíði Kárahnúkavirkjunar, hörku vetrartíð eins og hún gerist best á hálendi Íslands og þessir erlendu verkamenn sem störfuðu þar við engan eða illan aðbúnað. Það var búið að útbúa einhverja gáma og ekki sást nákvæmlega hvað var í þeim? Kaffistofa allavega og hreinlætis aðstaða var engin né snyrtiaðstaða, einnig var hlífðarfatnaður og skjólfatnaður mjög takmarkaður nema verkamennirnir voru ekki par hrifnir af þessum aðbúnaði og voru að kvarta. Yfirmenn ræddu við þessa erlendu verkamenn og sáu að það voru fjórir sem höfðu sig hvað mest frammi. Var tekin sú ákvörðun að SENDA ÞÁ TIL SÍNS HEIMA.
DRAUMALANDIÐ, ég segi nú bara það sama og eftir að ég las bókina. Þetta á hver og einn einasti landsmaður að SJÁ og einnig að lesa bókina. Það á skilyrðislaust að setja þetta í skólana, láta krakkana sjá þetta annað hvert ár og hitt árið að lesa bókina. Bara svo að þetta síist örugglega í vitund þeirra. SPURSMÁLSLAUST!!!!!!!!!!!
Þarna vitna ég ekki bara í Andra.
„Lifið lífinu lifandi“ Á ÍSLANDINU GÓÐA!!!!!!
[ Til baka ]