Skip to: Site menu | Main content

 

Hann Nonni minn
10.Mars 2009

Maður nokkur náði í leigubíl í Lækjargötu fyrir skömmu. Um leið og hann stígur inn í bílinn segir dauflegur leigubílstjórinn og bregður ekki svip:

"Frábær tímasetning hjá þér, þú ert bara alveg eins og hann Nonni minn." "Og hver er þessi Nonni?" spyr farþeginn og kemur sér fyrir sætinu. "Hann Nonni minn?" segir leigubílstjórinn, jafn daufur sem fyrr. " Hann var einfaldlega sá sem gerði allt rétt hvað svo sem hann tók sér fyrir hendur. Rétt eins og þegar ég ek um Lækjargötu á nákvæmlega þeirri stundu sem þú þarft leigubíl, svoleiðis gerðist alltaf þegar hann Nonni minn átti í hlut. "Heppnin getur nú verið hverful," segir farþeginn.
"Ekki hjá honum Nonna mínum," segir bílstjórinn, daufi. "Hann var stórkostlegur íþróttamaður. Hefði getað orðið heimsmeistari í tennis, gat leikið golf með atvinnumönnum. Hann söng eins og bestu barritónsöngvarar í frægustu óperhúsum veraldar, dansaði eins og stjörnurnar í Hollívúddmyndunum og þú hefðir átt að hlusta á hann leika á píanó. Hann var stórkostlegur náungi, hann Nonni minn."
"Já, mér heyrst að hann hafi verið sannkallaður hæfileikamaður," viðurkennir farþeginn.
"Bíddu bara, þú hefur ekki heyrt nema örlítið brot um hæfileika hans", segir bílstjórinn, enn án nokkurrar hrifningar í. "Nonni var með minni eins og tölva, mundi alla afmælisdaga. Hann vissi allt um vín, kunni að panta mat á glæsilegustu veitingahúsum, notaði til dæmis aldrei desertgafalinn í kjötið. Hann var ótrúlega laghentur, ekki eins og ég sem get ekki einu sinni skipt um öryggi heima hjá mér án þess að rafmagnið fari af hverfinu. Hann Nonni minn gerði allt rétt."
"Hann er ótrúlegur náungi, þessi Nonni þinn," segir farþeginn.
"Ó, já ..." samsinnir bílstjórinn. Hann rataði um alla borgina og jafnvel um Kópavog, kunni að sneiða framhjá umferðahnútum á álagstímum. Þetta hef ég aldrei getað, lendi alltaf í tímafrekum röðum á Breiðholtsbrautinni og rata ekki einu sinni út úr Kópavogi. En hann Nonni minn gerði aldrei nein mistök og hann hafði þá náðargáfu að vita hvað konur þurftu til að þeim liði sem best. Hann mótmælt aldrei konu jafnvel þó hún hefði rangt fyrir sér. Og hann klæddist alltaf óaðfinnanlega, skórnir vel burstaðir og glansandi. Nonni minn var hinn fullkomni maður. Gerði aldrei nein mistök. Enginn getur jafnast á við hann Nonna minn."
"Þetta er greinilega stórkostlegur maður," segir farþeginn áhugasamur.
"Þú hlýtur að njóta þess að þekkja svona skemmilegan mann?"
"Tja, ég kynntist honum eiginlega aldrei ... ," segir bílstjórinn, dauflegur sem fyrr, " ... en ég álpaðist til að giftast ekkjunni hans."

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón