JAKINN.IS
Ávallt ískaldur!
- Fréttir
- Heklugos.
Heklugos.
24.Október 2008
Góðan daginn,
þegar Hekla gaus síðast eða um veturinn árið 2000, þá fórum við vinirnir að skoða herlegheitin og fannst mér mikið til koma. Þarna var rétt um tveggja metra há hrauntunga sem skreið fram á mjög litlum hraða. Eins og fyrr segir þá var þetta mjög áhugavert og þess vegna bíður maður bara mjög spenntur eftir gosi, hvenær sem það nú verður.
Hekla getur gosið hvenær sem er
Þegar við vorum á leið heim frá síðasta gosi þá áttu menn í erfiðleikum í Þrengslunum, voru að festa bíla sín og skyggnið slæmt. Við tókum sjensinn á Hellisheiði enda á góðum jeppum og læddum okkur fram hjá búkkum og skiltum sem lokuðu leiðinni. Eins og í Þrengslunum þá var skyggnið blint á heiðinni og verra en í Þrengslunum og sennilega lokuð þess vegna. En við lögðum í hann og miðaði lítið. Lögðum við í Kambana og rýndum við Svenni báðir út um framrúðuna í leit að stikum sem skiluðu sér þó ekki nema ein í einu, vorum við svo lengi vel að bíða eftir síðustu brekkunni en fundum allt í einu fyrir skafli. Hafði þá skafið aðeins inn á veginn rétt inn á akreinina sem var lengst til hægri og höfðum við okkur ekki í gegn enda fullpumpað í öll dekk. Nú við fórum aðeins út að virða fyrir okkur skaflinn og hefðum við sloppið við hann ef við hefðum verið á vinstri akrein. Þegar við vorum að skoða skaflinn sáum við skilti sem vísaði á sæluhús og vorum við þá komnir upp á heiðina, sem sagt síðasta brekkan fór alveg fram hjá okkur. Nú við héldum áfram för og ætluðum að taka eftir því þegar færi að halla undan í brekkunni fyrir ofan Skíðaskálann. Vissum við ekki af okkur fyrr en við sáum allt í einu ljós frá Skíðaskálanum rétt aftan við þvert og var þá sama sagan þar. Í svona blindu veit maður ekkert hvort maður er að keyra upp eða niður maður er alveg kolruglaður, og sannast þar enn og aftur hvers konar galdragripir þessi endurskinnsmerki eru. Nú svo vissum við ekki af okkur fyrr en við komum niður að Litlu Kaffistofunni sem var opin sem var gott því þá gat maður fengið sér heitt kakó, var eitthvað af strönduðu fólki þar og fengum við þar fréttir af tugum bíla þvers og kruss í Þrengslunum. Voru þeir svo langt fram eftir degi að greiða úr þeirri flækju. Nú ferðin hjá okkur yfir Heiðina tók eitthvað um 5 tíma.
[ Til baka ]