JAKINN.IS
Ávallt ískaldur!
- Fréttir
- Já við hugsuðum ekkert um Umhverfisvernd !!!
Já við hugsuðum ekkert um Umhverfisvernd !!!
7.Júní 2012
Verð að leyfa ykkur að fá að njóta þessa gullkorns. Ég veit ekki hver samdi hann en hann er áhugaverður.
Áhugaverð lesning :)
Allir sem eru í kring um 50. eða eldri ættu að lesa þetta, jafnvel þeir sem yngri eru :)
Nýlega var ég að greiða fyrir vörurnar í matvöruversluninni og unga kassadaman lagði til að ég ætti að vera með eigin margnota vörupoka, þar sem plastpokar eru ekki umhverfisvænir.
Ég baðst afsökunar og útskýrði að mín kynslóð hefði ekki hugsað svo mikið um náttúruvernd. Kassadaman svaraði að það væri einmitt vandamálið. “þín kynslóð hugsaði ekki nægjanlega um að vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir.”
Hún hafði reyndar rétt fyrir sér að einu leiti – mín kynslóð hugsaði ekki mikið um náttúruvernd á þeim tíma.
En hvað höfðum við á þeim tíma? Eftir að hugsa um þetta vel og lengi og að grafa djúpt í sálu minni komst ég að því hvað það var sem við höfðum….
Þá höfðum við mjólkurflöskur sem við skiluðum aftur, gosflöskur sem við seldum aftur. Verslunin sendi þær svo til framleiðandans, sem þvoði þær og notaði aftur. Þannig voru þær raunverulega notaðar margsinnis.
En við hugsuðum ekki um náttúruvernd.
Við gengum upp og niður tröppurnar þar sem lyftur og rúllustigar voru ekki í öllum verslunum, skólum og fyrirtækjum. Við gengum í búðina til að versla og við forum ekki á bílnum í hvert sinn sem við þurftum að fara nokkur hundruð metra.
En kassadaman hafði rétt fyrir sér – við hugsuðum ekki um náttúruvernd.
Þá þvoðum við bleyjurnar þar sem einnota bleyjur voru ekki til. Við þurrkuðum þvottinn okkar á þvottasnúrunni en ekki í orkufrekum skrímslum. Sól og vindur þurrkaði fötin okkar í þá daga.
Börnin erfðu fötin af systkinum sínum, ekki alltaf nýjustu tískuna.
En kassadaman hafði rétt fyrir sér – við hugsuðum ekki um náttúruvernd.
Á þeim tíma var aðeins til eitt sjónvarp á heimili ef það var yfir höfuð til á heimilinu, ekki eitt í hverju herbergi heimilisins. Sjónvarpið var einnig á stærð við vasaklút – ekki eins og Heimaey.
Í eldhúsinu blönduðum við öllu saman með handaflinu, þeyttum með handpískara. Við áttum ekki til velar sem gerðu allt fyrir okkur. Þegar við pökkuðum viðkvæmum hlutum notuðum við gömul dagblöð til að vernda þá, við áttum ekki kúluplast eða plastfyllingarefni.
Á þeim tíma settum við ekki í gang bensíngráðuga mótora til að slá grasið, við notuðumst við handsláttuvélar sem við ýttum á undan okkur með eigin orku.
Líkamsrækt okkar var þessi daglega vinna okkar þannig að við þurftum ekki að fara í líkamsræktarstöðvar sem nota rafmagsntæki svo sem hlaupabretti, tröppuvélar og fleira.
En kassadaman hafði rétt fyrir sér – við hugsuðum ekki um náttúruvernd.
Við drukkum vatnið úr krananum í stað þess að nota plastglas eða flösku í hvert sinn. Við fylltum blekpennann aftur þegar blekið kláraðist í stað þess að kaupa nýjan penna. Við skiptum um rakvélarblað í rakvélinni, í stað þess að henda helmingi raksköfunnar, þegar blaðið hætti að bíta.
En kassadaman hafði rétt fyrir sér – við hugsuðum ekki um náttúruvernd.
Á þeim tíma forum við á milli staða með strætó, börnin hjóluð eða gengu í skólann í stað þess gera foreldrana að leigubílastöð (opinni 24 tíma á sólahring). Við höfðum eina innstungu í hverju herbergi (í besta falli) í stað þess að hafa margar innstungur á hverjum stað og á nokkrum stöðum í hverju herbergi.
Við þurftum ekki að hafa tölvuapparöt sem senda tölvuskeyti 20000 kr út í heiminn til þess að finna nálægan pizzastað.
Er ekki sorglegt hve kynslóð dagsins í dag kvartar yfir hve eldri kynslóðir gengu á auðlindir náttúrunnar – bara vegna þess að við vorum ekki “umhverfissinnuð”?
Hann Sveinbjörn Halldórsson setti þetta inn á síðu Ferðafrelsisins á Feisbókinni og fanst mér réttast að leyfa fleirum að njóta !!!
"Lifið lífinu lifandi" Í sátt við náttúruna og ALLA !!!
[ Til baka ]