Skip to: Site menu | Main content

 

  • Fréttir
  • Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave

Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave
18.September 2010


Norskur lögfræðiprófessor, Peter Ørebech, segir í grein í blaðinu hér á dögunum að það væri brot á lögum Evrópusambandsins, tilskipun 94/19, um innistæðutryggingakerfi fjármálastofnana í aðildarríkjunum ef þjóðríki væri látið ábyrgjast greiðslurnar. Framlög í sjóðinn koma frá einkareknum fjármálastofnunum.

Hann er ósammála Eftirlitsnefnd Evrópska efnahagssvæðisins (ESA) og segir að hvorki íslenska ríkisstjórnin né íslenska þjóðin eigi að borga fyrir Icesave-hrunið.

Ørebech bendir á að í lögunum sé sagt að innistæðutryggingakerfi í hverju aðildarríki skuli bera ábyrgð á allt að 20.000 evrum, mikilvægt sé að vekja athygli á orðunum allt að. „Fjárhæðin er ekki, eins og ESA heldur fram, lágmarksfjárhæð sem beri að ábyrgjast. Um er að ræða hámark.“

Takið eftir að framlög í sjóðinn koma frá einkareknum fjármálastofnunum sem segir að þá á Þjóðin ekki að skipta sér af því. Eins segir að innistæðutryggingakerfið skuli bera ábyrgð á allt að 20.000 evrum “ALLT AГ

„Lifið lífinu lifandi“ með Norskum lögfræðiprófessorum!!!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón