JAKINN.IS
Ávallt ískaldur!
- Fréttir
- Svartbók Áliðnaðarins
Svartbók Áliðnaðarins
19.Ágúst 2010
Dagana 14. - 24. ágúst verður indverski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktífistinn Samarendra Das hér á landi, í annað sinn á vegum umhverfishreyfingarinnar Saving Iceland
„Ál er málmur sem við álítum sjálfsagðan hlut, sjálfsagðan þátt framleiðslu. En höfum við nokkra hugmynd um hversu dýrkeyptur hann raunverulega er? Bókin rekur falda sögu áliðnaðarins og segir hana í gegnum hundruðir radda, hundruði sagna, um hvernig hvert landið á fætur öðru hefur gleypt við loforðunum um velmegun og stungið sér til sunds í hringiðju arðráns og skulda sem aldrei verða borgaðar aftur.
Í bókinni segir Samarendra frá því hvernig iðnaðir á borð við áliðnaðinn eru keyrðir áfram og reknir af alþjóðlegum auð- og einokunarhringjum sem samanstanda af námufyrirtækjum, fjárfestingarbönkum, ríkisstjórnum, málmkaupmönnum og vopnaframleiðendum. Innlegg Samarendra í hérlenda umræðu kemur á besta tíma, nú þegar enn virðist stefnt á að reisa fleiri álver hér á landi og umræðan um sölu H.S. Orku til Magma Energy - fyrirtækis sem á rætur sínar að rekja til málmanámureksturs í Suður-Ameríku - er í hæstu hæðum.
„Lifið lífinu lifandi“ Í sátt Landið og gjörðir ykkar með það!!!!!!!!!
[ Til baka ]