Skip to: Site menu | Main content

 

Hittingur systkina úr Breiðholtinu

Hittumst skólasystkini úr Breiðholtinu á Kringlukránni 22 október 2011. Þetta er 1961 árgangur sem er einn besti skóla árgangur ever ;-) Kæru skólafélagar, ég hafði sérstaklega gaman af þessum hittingi okkar. Mörgum árum eyddum við saman og er við hittumst fór hugurinn á stjá og rifjuðust upp margar góðar minningar. Mér fannst mjög gaman og fannst kveldið bara ekki vera nógu langt. Á stundum sem þessum langar mann bara til að stoppa tímann og gera stundina eilífa. En allir sem ég talaði við voru sammála um að við hittumst allt of sjaldan "ALLIR" Við skulum endilega fylgjast vel með og passa að næsta Ríjúníon verði ekki seinna en eftir 5 ár. Þakka öllum sem komu kærlega fyrir mig þetta var yndislegt. Áður en við hittumst bauð ég nokkrum krökkum heim til mín eða eins og konan mín sagði " Nokkrar stelpur og einhverjir gamlir karlar" ;-)

<< Til baka: 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9
Sýna fjölda mynda á síðu
9 - 12 - 18 - 21 - allt
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón