Skip to: Site menu | Main content

 

Hreindýraveiðiferð Sigurgeirs og Hjartar með Aðalsteini 9 sept 2007

Fórum úr bænum kl 09:00 norður um, komnir austur að Skjöldólfsstöðum um kl 17:00, hittum Aðalstein og son. Komum okkur fyrir á Skjöldólfsstöðum nærðum okkur og vorum slakir. Vorum í Klausturseli rétt fyrir 08:00 fórum upp á heiði frá Brú upp á Skál í landi Vaðbrekku sáum dýr austan Eyvindadarfjalla, keyrðum utan í Skálarfjall og svo í átt að dýrum eins langt og við þorðum það var vestan átt og vorum að nálgast undan vindi. Gengum svo talsvert í suður fyrir dýrin upp að Eyvindarfjöllum og svo í norður og læddumst svo í vestur lækjar skorninga í færi við dýrin. Sigurgeir sá kú sem sneri rassinum í hann og setti sig í stellingar ætlaði að bíða þess að hún sneri sér en rölti frá honum og fór úr færi, komum okkur þá nær í færi aftur og skaut þá Sigurgeir kú og rétti mér svo byssuna og ætlaði ég að skjóta kú líka þá voru dýrin kominn á skrið og hitti ég ekki, þurfti þá að koma mér töluvert vestar eftir læknum í færi aftur og skaut þar kú. Voru þá komnir aðrir veiðimenn að ná dýri úr hjörðinni og voru með 6 hjól sem þeir léðu okkur, tókum innan úr kúnum komum þeim á hjólið og vorum á leið í bílinn þegar hinir hringja í Aðalstein og segja okkur að kálfarnir séu að nálgast okkur. Komum okkur í færi og skutum þá. Dýrin höfðu hörfað undan okkur í sveig í suðvestur og nálgast bílinn að svo þar sem kálfarnir voru skotnir reyndist það ekki vera langt frá bílnum sem skipti reyndar ekki miklu máli vegna þess að við vorum með hjól. Komum af okkur hjólinu en þeir voru enn að koma sér í færi við dýrin. Fórum svo heim á leið en þar sem við vorum að skælast utan í Skálarfjalli rifum við dekk og var það stór rifa að ekki var hægt að tappa það og fór þá Aðalsteinn í símann og hringdi í Gísla frá Aðalbóli sem var staddur á Brú og tók hann sér það bessaleifi tók Patrol og 35" dekk á 16,5" felgu sem Pálmi á brú átti og kom með til okkar. Leið ekki nema ein og hálf klukkustund þar til við vorum komnir að stað aftur. Keyrðum allir niður að Brú og fékk ég leifi til að fara á dekkinu í bæinn og þökkuðum við fyrir okkur kærlega og fórum í aðgerð á dýrum að Klausturseli. Voru hinir veiðimennirnir komnir niður með kú og kálf sem við lofuðum að taka fyrir þá í bæinn því þeir voru fljúgandi, komum okkur svo að Skjöldólfsstöðum nærðum okkur og skáluðum fyrir annars mjög góðum degi. Hér er svo kostnaðurinn fyrir okkur báða kýr 120.000.- kálfar 36.000.- olía 30.600.- leiðsögn 20.000.- fláning 10.000.- kæligeymsla 4.000.- gisting 14.000.- matur 30.000.- Fórum svo að Klausturseli morguninn eftir tókum dýrin fengum kaffi gengum frá veiðileifum, lögðum svo í hann kl 10 norður um vorum komnir til Reykjavíkur kl 18:00. Komum þá dýrunum í vinnslu til matvinnslumanna.

<< Til baka: 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 - 11 - 12
Sýna fjölda mynda á síðu
9 - 12 - 18 - 21 - allt
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón