Skip to: Site menu | Main content

 

Stikuferð 2012

Á hverju ári í hart nær 30 ár hefur Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 staðið fyrir stikun á akstursleiðum í óbyggðum. Stikuferð 2012, sem var farin helgina 31 ágúst - 2 september. Stikuð var Faxasundaleið frá Fjallabaki nyrðra að þjóðvegi F235 við SV enda Langasjávar, sem og Breiðbaksleið frá þjóðvegi F235 við SV enda vatnsins að Gnapsvaði á Tungnaá og slóðina frá Breiðbaksleið að NA enda Langasjávar. Við fórum í Hólaskjól á föstudegi, stikuðum laugardag og sunnudag. Klúbburinn sá okkur fyrir sameginlegri máltíð á laugardagskvöldið og einnig gistingu í Hólaskjóli. Vona ég fyrir hönd Umhverfisnefndar að flestir sem komu í þetta verkefni á þessum geysifagra stað séu sáttir og fyrir hönd nefndarinnar þakka ég kærlega fyrir veitta aðstoð. Ef skygni er gott þá sést norður á Strandir af Breiðbak en hann er í 1000 metra hæð ;-)

<< Til baka: 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 - 11 - 12 - 13 - 14
Sýna fjölda mynda á síðu
9 - 12 - 18 - 21 - allt
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón