Skip to: Site menu | Main content

 

  • Fréttir
  • Það væri gott ef allir vissu þetta .............

Það væri gott ef allir vissu þetta .............
5.Febrúar 2009

Slag / Heilablóðfall / Blóðtappi

Það tekur þig aðeins rúmlega eina mínútu að lesa þetta:

TUNGAN er fjórða einkennið til að greina Slag / Heilablóðfall / Blóðtappa

Haft er eftir taugasérfræðingi að, fái hann fórnarlamb slags til meðferðar innan þriggja tíma, sé hægt að snúa þróun áfallsins við og bæta algerlega allan skaða sem það hefur valdið. Að hans sögn er galdurinn í því fólginn að þekkja einkennin - greina þau og veita sjúklingnum viðeigandi læknishjálp innan þriggja klukkustunda - sem er ekki einfalt.Stundum er erfitt að átta sig á að um slag sé að ræða. Því miður hefur sofandaháttur við þessar kringumstæður grafalvarlegar afleiðingar.

Sjúklingar geta orðið fyrir alvarlegum heilaskaða ef nærstaddir átta sig ekki á að um einkenni slags er að ræða.Að þekkja einkenni slags

Notið nú gáfurnar sem ykkur hlotnuðust til að Lesa og Læra:

Að sögn lækna, geta leikmenn borið kennsl á slag, með því að kanna þrjú ( núna fjögur ) einföld atriði

Þið getið lært að tengja fyrstu 5 stafina í BLóðTappi við einkennin fjögur

B L óð T appi

Brosa Lyfta (óð) Tala + TungaÁ ensku er bent á læra að tengja fyrstu 3 stafina í STRoke

S = smile T = talk R = raise both arms (og bæta núna Tounge við)B biðjið hann / hana að BROSA

L biðjið hann / hana að LYFTA báðum handleggjum

T biðjið hann / hana að TALA og segja einfalda setningu að viti

t.d. að lýsa veðrinuNúna má bæta TUNGA við -

T biðjið hann / hana að reka TUNGUNA - beint - út úr sér

því ef tungan er bogin eða leitar út í annað munnvikið er það líka vísbending um slag.

Ef manneskjan á í erfiðleikum með EITTHVERT EITT þessara atriða þarf að hringja strax í Neyðarlínuna og lýsa einkennunum.

Hjartasérfræðingur segir að ef allir sem lesa þetta, senda það til til 10 manna,

þurfi þeir ekki að efast um að með því verði amk einu lífi bjargað.Ég geri það sem í mínu valdi stendur - Hvað með þig ????

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón