Skip to: Site menu | Main content

 

ESB enn og aftur
5.Desember 2012

Alveg er það með ólíkindum að einhver skuli enn vilja ganga í þetta blessaða ESB Bandalag. Eins og það er búið að haga sér gagnvart þeim ríkjum sem minna meiga sín. Þessum litlu ríkjum og jafnvel stærri er stjórnað og þeim jafnvel settur stóllinn fyrir dyrnar æ ofan í æ hefur maður heirt.
Nú á dögunum var stödd hér á landi Breska þingkonan og fyrrverandi ráðherrann Kate Hoey og segir óskiljanlegt að Íslendingar skuli vera að íhuga inngöngu í Evrópusambandið. Meirihluti Breta myndi kjósa að segja skilið við ESB ef kosið væri nú en Bretar hafa ekki fengið að segja hug sinn á sambandinu í kosningum frá árinu 1975.

Hoey situr á þingi fyrir breska Verkamannaflokkinn og hélt fyrirlestur um reynslu Breta af aðild að Evrópusambandinu 19 nóvember. Hún segir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB vera hörmulega og hún furðar sig á því að Íslendingar skuli íhuga inngöngu þar sem fiskveiðar séu ein af grunnstoðum samfélagsins.

En sjá má viðtal við Hoey hér

Nei krakkar ekki láta glepjast

ÞETTA YRÐI OKKUR EKKI GOTT

Reynum að lifa á sátt við hvort annað og tökum heldur til hjá okkur sjálfum og verum "LIFANDI" Og Sterk !!!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón