Skip to: Site menu | Main content

 

EVRA eða EKKI EVRA !!!!!!!!!!
13.Október 2009

Árið er 2000 og nú er það evran sem er \"ónýtur\" gjaldmiðill því evran hefur fallið um 30% gagnvart dollara.

 

Sérfræðingur:

Ben Strauss gjaldeyrissérfræðingur hjá Bank Julius Baer í New York: \"stemmingin er algerlega neikvæð. Enginn vill eiga neina evrópska gjaldmiðla\".

 

Almenningur á evru-svæðinu:

\"þetta er handónýtur gjaldmiðill. Við hefðum aldrei átt að taka þátt í þessu evru-rugli\".

 

Danir:

Þetta evru-drasl er að draga dönsku krónuna niður til helvítis. Hvar endar þetta, ég spyr bara\".

 

Tik tak tik tak - núna er komið árið 2008 og nú er það dollarinn sem er algera-draslið því hann hefur fallið svo mikið gagnvart evru.

 

Sérfræðingar:

Dollarinn er of lágur og evran er of há.

 

Almenningur í Evrópu: dollarinn er svo ódýr að við höldum sumarfríið í Ameríku, og við pöntum tölvurnar okkar beint frá Ameríku. \"Mundu að láta Mette kaupa fimm iPhones, þeir kosta ekki neitt þarna yfir hjá þeim\".

 

Íslendingar: Íslenska krónan er svo mikið drasl að við verðum að fá evru eða bara eitthvað annað.

Allt í einu er það, sem fyrir einungis 7 árum var kallað \"draslið frá Evrópu\", orðið að musteri allra lausna - gullna hliðið blasir nú við. Þetta getur ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Gerum eitthvað, bara eitthvað, strax !

 

Núna er draslið sem sagt flutt yfir til Ameríku - það er að segja - allir halda það, og þeir halda einnig að draslið verði þar áfram að eilífu. En því miður kæru Íslendingar - dollarinn er kominn á kreik á ný, og já, jafnvel þó svo að stýrivextir hjá ECB séu miklu hærri en hjá honum þyrlu-Ben Bernanke í henni Ameríku. Núna mun það ske að draslið mun fara á hreyfingu aftur. Það mun fljóta á móti straumnum, á móti peningastraumnum.

 

En hvoru draslinu viljið þið halda kæru Íslendingar? Draslinu frá Þýskalandi eða draslinu frá Ameríku?  En hvað með að halda bara fast í ykkar eigið drasl? Er það ekki gáfulegra? Að halda fast í þetta drasl sem er þarna mitt á milli himnaríkis og helvítis, þarna úti í miðju Atlantshafinu?  Bland beggja vega?

Spænska evran

Hún er handónýt fyrir Spánverja m.a. vegna þess að 85% af húsnæðislánum þeirra eru með breytilegum vöxtum og það er verðhjöðnun á Spáni. Spánverjar þurfa að losna við 3 milljónir nýbyggðrar evrubólugrafnar íbúðir í hvelli. Bólugröfturinn kom vegna of lágra stýrivaxta á vitlausum tímum. En það mun ekki ganga vel að selja fasteignirnar því raunvextir eru svo háir þar núna og munu bráðum hækka ennþá meira, alveg í takt við að efnahagur Spánar hrynur enn meira. Það er líka 20% atvinnuleysi í landinu og 38% atvinnuleysi hjá ungmennum. Spánn þarf lífsnauðsynlega á hagvexti að halda. En seðlabanki spænsku evrunnar er því miður staðsettur í Frankfürt í Þýskalandi og mun bráðum hækka stýrivexti á Spáni til að þóknast valdamönnum í París, Berlín og Brussel - en ekki til að hjálpa efnahag Spánverja. Þetta mun þýða himinháa raunstýrivexti á Spáni og steindrepa efnahag þeirra. Spánn ætti að stunda peningaprentun núna og fella gengið. En þeir meiga ekki gefa út peninga og hafa ekkert gengi. Þýskaland og Frakkland hafa einokun á peningaútgáfu á Spáni.

Írska evran

Hún er líka handónýt því hún er að drepa allt á Írlandi vegna þess að þar eru núna hæstu raunstýrivextir í heiminum. Það er 4-6% neikvæð verðbóla á Írlandi núna. Því eru raunstýrivextir þar um 6-8% núna. Það svarar til að á Íslandi væru stýrivextir tæplega 19% núna. Enda er efnahagur Írlands hruninn eins og hann hefði lent í tvö til þreföldu íslensku bankahruni. Hann er hruninn eins og spilaborg og mest hruninn vegna of lágra stýrivaxta of lengi á vitlausum tímum. Allt er að drepast á Írlandi, lýðræðið líka. Írland ætti núna að vera að prenta írsk pund í tonnatali og fella gengið. En þeir meiga ekki gefa út peninga og hafa ekkert gengi. Þýskaland og Frakkland hafa nefnilega einokun á peningaútgáfu á Írlandi. Bráðum munu raunvextir á Írlandi fara enn hærra upp í gegnum þakið og klessukeyra efnahag landsins enn frekar svo hann geti þóknast valdamönnum í París, Berlín og Brussel.  Allt bankakerfi landsins andar í gengum loftslöngu skattgreiðenda á Írlandi

Valdis Dombrovskis forsætisráðherra
Lettlands er samkvæmt heimildum BBN í gangi með lagabreytingu sem á að takmarka aðgang lánadrottna (sem að mestu eru erlendir bankar) að eignum húnsæðislántakenda í Lettlandi sem eru umfram þá fasteign sem veðsett er fyrir lánunum. Ef þetta verður mun það þýða að bankar munu ekki geta gengið að eignum lántakenda umfram þá fasteign sem veðlánin hvíla á. Þetta er að sögn Lars Christensen hjá Danske Bank ákveðinn mótleikur gegn þeim mikla þrýstingi sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið beitir ríkisstjórn Lettlands, því þetta mun þýða mikil töp fyrir þá erlendu banka sem stóðu fyrr um 80-90% af útlánum í Lettlandi síðustu mörg árin - þ.e. skyldi landið neyðast til að fella gengi lats gagnvart evru. Valdis stillir hér með þumalskrúfurnar á AGS og ESB á snaraukinn þrýsting. Þetta er meira en hægt er að segja um baráttuvilja og ákveðni vissrar ríkisstjórnar sem núna situr lömuð í hræðslubúri miklu norðar og hugsanlega einnig neðar í plánetu okkar.

Hagstofa Finnlands tilkynnti
í morgun að þjóðarframleiðsla Finnlands féll um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð á síðasta ári og um 1,5% frá því í júní á þessu ári. Myndin (hagstofa Finnlands) sýnir þróunina mánuð fyrir mánuð á milli ára (YoY). Samdrátturinn virðist því halda áfram í Finnlandi svo ekki er ólíklegt að spá seðlabanka Finnlands um 7,2% samdrátt á þessu ári muni standast. En bankinn lækkaði hagspá sína fyrir Finnland í síðustu viku. Þar spáði seðlabankinn engum vexti í Finnlandi á næsta ári en 1,6% hagvexti árið 2011.

Þriðjudagur 6. október 2009

Danmörk mun ekki uppfylla

inntökuskilyrðin inn í myntbandalag Evrópusambandsins næstu árin og því telur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra litlar líkur á að það gagni neitt í bráð að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu [já eina ferðina enn!] um það sem Danir sögðu nei við árið 2000. Þá sögðu Danir nei við því að skipta dönsku krónunni út með evrum. Tapið á ríkisfjármálarekstri landsins verður einfaldlega of stórt. Danmörk er því ekki velkomin í evruregluna núna.

Ég held að það væri það lang gáfulegasta sem hægt sé að gera, og einnig það einfaldasta og það langsamlega besta fyrir Ísland og fyrir framtíðar efnahag ykkar, barna ykkar og barnabarna ykkar.

Að halda áfram fast í eigið drasl.

Efnið fékk ég lánað frá nokkrum stöðum.

„Lifið lífinu lifandi“ Án EVRU hvaðan sem hún kemur!!!!!!!!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón