Skip to: Site menu | Main content

 

Ferðafrelsi ÍSLENDINGA !!!!
24.Janúar 2012

Góðan daginn,

Þeir  hjá Ferðaklúbb 4x4 Eyjafirði héldu fund föstudaginn 20. Janúar kl 20:00. í Kaupangi v/Mýrarveg á Akureyri.

Í tilefni þess tók N4 Sjónvarp Norðurlands viðtal við Elías Þorsteinsson formann Ferðafrelsisnefndar Eyjafjarðar Ferðaklúbs 4x4 og Björn Pálsson Öræfabílstjóra um ýmislegt sem brennur á hvað varðar Ferðafrelsi Íslendinga.

En það á í vök að verjast þ.e.a.s flelsi okkar ÍSLENDINGA til að ferðast á skynsaman hátt eins og 99,9% allra Íslendinga hefur gert alla tíð.

Við ferðamenn viljum við vera stolt af því að stofnaðir séu þjóðgarðar á Íslandi, en það sem segir í 2. grein Laga um Vatnajökulsþjóðgarð...... Markmiðið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðsins er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins.

En raunin er önnur og er sú staðreynd að verða æ sterkari að það eru fáir ef nokkur sem segir með stolti frá Þjóðgörunum.

Ráðherra og Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs eru að búa þannig um hnútana að hvergi ríkir sátt. Það er valtað yfir menn og málefni, vaðið yfir fólk á skítugum skónum, lítil samráð höfð allt í skjóli Náttúruverndar.

Hér er linkurinn á fréttina ég náði ekki að setja hana inn, ég er svo mikill Tölvunörd ;-)

http://www.n4.is/tube/file/view/2254/

„Lifið lífinu lifandi“ Einnig í góðri sátt um Þjóðgarða !!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón