Skip to: Site menu | Main content

 

Á rás fyrir Grensás !!!!!
9.Október 2009

Föstudaginn 25 september var söfnunarátak á vegum Grensásdeildar fyrir tilstuðlan Eddu Heiðrúnar Bacman en hún er þar sterkur vistmaður. Það söfnuðust þá um kvöldið um 120 miljónir og er þá ekki talið með allt vinnuframlag sem vilyrði voru gefin fyrir auk ýmissa gjafa. Einnig var í IKEA helgina 3 október kanilsnúðadagar og söfnuðust þar rúmlega 860 þúsund krónur. En þar sem enn er hægt að leggja sitt af mörkum ættu þeir sem ekki gátu endilega að setja í pottinn einhvern aur því betur má ef duga skal.


Á Grensásdeild kemur alla vega fólk sem í dag er fullgildur þjóðfélags þegn atorkusamt og duglegt en svo er fótunum kipt undan þessu fólki og kemur það þarna í mis slæmu ástandi. Ég hef reynt það af eigin raun sjálfur að dvelja á Grensás og þess vegna veit ég að aðbúnaður þar ekki upp á marga fiska en starfsfólkið þarna er frábært og gerir veruna á Grensás svo yndislega. Þegar ég tjónast í desember 2002 viðbeins og rifbeins brotna ég einnig fékk ég heilablæðingu og lamaðist í kjölfarið hægra megin einnig mjög skert mál. Lömunin og málsskorturinn voru slæm í eitt og hálft ár en er mikið betri síðan, er orðinn sáttur við orðin hlut. Erfitt er oft að sætta sig við svona hremmingar þegar maður er ekki samur eftir.
Á föstudagskvöldið í september þegar söfnunin stóð sem hæst hnoðaði ég í eina litla limru og kemur hún hér ...............................................


Á Grensás kom ég skakkur og skældur
Snúinn snoðaður lúinn og bældur
Lagðist þá starfsliðið allir á eitt
að ná mér framúr og gerðist það greitt.


„Lifið lífinu lifandi“  Á Grensás !!!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón