Skip to: Site menu | Main content

 

  • Fréttir
  • Tekið af síðu Gunnars Rögnvaldssonar hann er svo málefnalegur

Tekið af síðu Gunnars Rögnvaldssonar hann er svo málefnalegur
2.Júní 2010

Enn hægt að bjarga Evrópu með því að endurvekja þjóðarmyntir landanna

Franski þingmaðurinn Nicolas Dupont-Aignan segir í grein í Le Monde að hægt sé að bjarga löndum myntbandalags Evrópusambandsins með því að þau fái á ný sínar gömlu þjóðarmyntir. Það væri gott fyrir Evrópu ef löndin fengju aftur þjóðarmyntir sínar því aðeins þannig er hægt að bjarga Evrópu, segir Dupont-Aignan. Það er einber þvættingur að Evrópa þurfi standa og falla með evrunni - að það að bjarga myntbandalaginu sé það sama og bjarga hinu svo kallaða Evrópuverkefni, eins og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur sett hlutina fram til að réttlæta björgunarpakka evrulanda upp á 750 miljarða evrur."Augljóst er að það er ekki hægt að betrumbæta evruna þannig að hún virki". Eina lausnin á vandamálunum er að þjóðirnar fái sínar gömlu myntir aftur. Kannski væri hægt að nota evruna áfram sem eins konar varamynt handa þeim sem löndum sem sjálfviljug vilja samhæfa fjárlög og efnahag ríkja sinna. En því fyrr sem löndin fá sínar gömlu myntir til baka, því betra. Það er afar slæmt að bíða með þetta þangað til allt er um seinan og grípa þarf til örþrifaráða. Það þarf að hætta að troða þeim falska sannleika inn á Evrópubúa að ESB standi og falli með evrunni. Bæði Svíþjóð og Danmörk sem hafna alfarið evru eru ágætis dæmi um að þessi rök hafi ekki við neitt að styðjast, segir Dupont-Aignan: Le Monde

Einnig segir Gunnar í grein sem hann nefnir PILLAN

Það er mér "næstum" óskiljanlegt afhverju Íslendingar yfir höfuð eru að gæla við að máta gömlu föt nýja keisarans í Evrópu þ.e.a.s ESB.


Ég er núna búinn að búa og reka fyrirtæki í ESB í 23 ár.

En ég býst við að þetta sé eins og með svo magt annað - að það vilja jú allir prófa af eigin raun hvernig pillan smakkast. Ég vildi óska að ég gæti sent ykkur þá pillu sem ég er búinn að totta á hérna í ESB síðustu 23 árin. Vildi óska að ég gæti leyft ykkur að smakka án þess að þið þurfið að renna henni niður.

En stóra vandamálið er að þar er jú ekki hægt að láta sér nægja að smakka. Um leið og pillan er komin í magann er ekki hægt að kasta henni upp aftur. Það er sem sagt engin smökkun-only möguleg. Allur rétturinn verður af fara niður og það er ekki hægt að æla honum upp verði manni flökurt. Engin þjóð sem ég þekki myndi fá eins mikla magapínu af ESB-pillunni eins og Íslendingar.

Letrið er varla þornað á sjálfstæðisyfirlýsingu Íslenska Lýðveldisins. Þið mynduð deyja að innan og veðra geld miðað við það fyrirmyndar þjóðfélag sem þið búið við núna.

Tal íslendinga um hátt verðlag á hinu og þessu takmarkast oft við einhverjar ákveðnar matartegundir eða ákveðnar vörur. Þessi umræða er alveg nákvæmlega sú sama og fer fram í löndunum INNAN efnahagsbandalgsins. Allir vilja jú greiða sama matarverð og Rúmenar og Búlgarar greiða fyrir mat sinn - en - einginn vill þó vera á sömu launum eða búa við sama kaupmátt og Rúmenar og Búlgarar. Enginn!

Staðreyndin er sú að allir vesturlandabúar hafa aldrei í sögu mannskyns verið eins fljótir að vinna fyrir mat sínum eins og núna. Þetta gildir einnig um verð á bensíni. Það hefur aðeins komið fyrir einu sinni áður á síðastliðnum ca. fjórum áratugum (og það var á ákveðnum tímapúnkti á áttunda áratugnum) að vesturlandabúar hafa verið fljótari að vinna fyrir einum lítra af bensíni. En olíuverð mun koma niður aftur, og það innan skamms. Ekki trúa dómsdagspredikurum í þessum efnum. Verið fegin að þið þurfið ekki að kynda húsin ykkar með olíu eða búa til rafurmagn úr kolum. Verið einnig fegin að orkuverð sé ekki skattlagt á hrottalegann hátt.

En á meðan hagvöxtur síðustu 10 ára, og jafnvel enn lengur, hefur verðið lágur hér í efnahagsbandalaginu, þá hefur hagvöxtur á Íslandi verið svakalegur - eða - 45% á móti 22%.

Þið lifið eins og blóm í eggi en kvartið samt. Engin þjóð hefur eins gott atvinnuástand og þið. Þjóðartekjur á mann eru einna mestar á Íslandi og framfarir og nýsköpun er svakaleg miðað við allar þjóðir í ESB.

Ég veit að gengi íslensku krónunnar hefur skoppað þó nokkuð undanfarið. En það hafa vissulega ýmsir aðrir gjaldmiðlar einnig gert. Munið vinsamlegast, að þegar evran var sjósett hér þá féll hún næstum strax mikið gangvart dollar.

Þá sögðu menn hér í ESB að evran væri "ónýtur" gjaldmiðill, sem var náttúrlega hlægilegt að halda fram, því gjaldmiðill er einungis gjaldmiðill, sama hvaða nafni hann nefnist. En núna steinþegja þessir menn, því núna er evran svo há gagnvart dollar að útflutningur frá ESB til BNA á undir högg að sækja. Atvinnuleysi mun aukast hér vegna þessa. En sem sagt, evran er einungis gjaldmiðill eins og aðrir gjaldmiðlar, hún mun fara upp og niður. Sama er að segja um íslensku krónuna.

Gjaldmiðlar munu alltaf sveiflast innbyrðis því þeir byggja jú á breytilegum stærðum og á eftirspurn og framboði. Það mikilvægasta er þó að hafa eigin gjaldmiðil, eigin peningastjórntæki, eign seðlabanka og sem byggir á STERKU efnahagslífi. Allt annað er einungis þokusnakk.

Íslenskt efnahagslíf hefur þróast svo hratt undanfarið að Seðlabanki Íslands hefur ekki getað fylgt alveg þeirri öru þróun í átt til mikillar alþjóðavæðingar hagkerfisins, og sem hefur átt sér að stórum hluta stað undanfarin þrjú ár, aðeins. Harðinn og krafturinn hefur verið svo mikill á Íslandi.

En núna er einmitt verið að ráða bót á þessu. Seðlabankinn er að koma sér upp gjaldmiðilsstjórntækjum sem flestir seðlabankar í opnum hagkerfum hafa haf um áraraðir. En menn verða að muna að það er fyrst á undanförnum örfáum árum að Seðlabankinn hefur haft brýna þörf á þessum stjórntækjum því hagkerfi Íslands var þá ekki nærri eins alþjóðavætt og það er að verða núna. Hérna á ég við þá currency swap (FX Swap), eða gjaldmiðlaskiptasamninga sem eru í vinnslu. Sviss notar svona samninga mjög mikið, kanski einna mest. ECB og The Fed eru að koma á FX Swap á milli sín til þess að dollaraþyrstir evrópskir viðskiptabankar geti fengið auðveldari aðgang að dollurum á tímum þrenginga á fjármálamörkuðum.

Þið búið því við öfundsverða stöðu kæru Íslendingar, - staða sem er:

* Þið hafið eigin seðlabanka sem er að vaxa og fá stærra og mikilvægara hlutverk í vaxtarþjóðfélagi
* Eigin seðlabanka sem sinnir eigin hagkerfi og hefur eigin stýrivaxtavald og sem byggist ekki á þörfum Þýskalands, Frakklands eða lands X eða Y
* Jákvæð vandamál hagvaxtar í stað stöðnunar eða verðhjöðnunar
* Mikla nýsköpun sem kallar á örar breytingar
* og hratt vaxandi nýjar atvinnugreinar
* í hagkerfi sem er að hnattvæðast

Gefa þarf Seðlabanka Íslands tíma til að mæta nýjum þörfum nýrra atvinnugreina. Ég er ekki viss um að stóru viðskiptabankarnir hafi vaxið í samráði við Seðlabankann, hmm. En þeir hafa jú ferðast all hratt undanfarin 3 ár. Krafturinn hefur verið mikill.

Ég er viss um að Seðlabanki Íslands mun vaxa með sínu hlutverki. Þetta er einungis byrjunin á lengra og stærra ferli.

„Lifið lífinu lifandi“ Í sátt án ESB!!!!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón