Skip to: Site menu | Main content

 

Chevy sé oss næstur!!!!!!!!!!
1.Nóvember 2009

Hver var Chevrolet ?

Eitt frægasta nafn í bílasögunni "Chevrolet" kom frá manni sem hét Louis Chevrolet.

Louis Chevrolet varð aldrei ríkur á hæfni sinni, færni og reynslu en nafn hans er orðið ódauðlegur partur af sögunni.

Louis fæddist á jóladag 1878 í La Chaux-de-Fonds, í Sviss, hann var sonur úrasmíðameistara. Louis sýndi strax á ungum aldri mikla tæknilega hæfileika en hann þótti ekki sérlega góður að liggja yfir skólabókum eða sinna námi.

Louis Chevrolet byrjaði starfsferil sinn sem reiðhjóla viðgerðamaður og fljótlega fór þessi kröftugi 1.83 stóri maður að keppa í hjólreiðum. Hann vann 28 hjólakeppnir á sínum fyrstu 3 árum í reiðhjólakeppnum og hann hélt jafnframt áfram að smíða reiðhjól þar til hann uppgötvaði bíla. Þá varð Chevrolet bifvélavirki í hinum upprennandi Franska bíla iðnaði. Hann skipti oft um starf og jók við þekkingu sína en flutti síðan til Montreal árið 1900.

Chevrolet starfaði þar sem bílstjóri í 6 mánuði þar til hann flutti sig um set til New York. Smá saman gat hann sér góðan orðstír sem góður bifvélavirki og keppnis ökumaður.

Frá New York flutti hann sig um set til Flint Michigan þar sem hann hóf að aka sem keppnis ökumaður fyrir W.C. Durant stofnanda General Motors. Hann ók Buick í fyrstu Indianapolis 500 keppninni sem haldin var en brotinn kambás olli því að hann féll úr keppni. Síðan réði Durant hann til að hanna bíl drauma sinna. Chevrolet var ráðinn sem verkfræði ráðgjafi en hann var ekki yfirmaður í Chevrolet fyrirtækinu.

Þegar fyrsti Chevrolettinn sem hét Classic Six byrjaði í framleiðslu í 1912 þá voru 275 bílaframleiðendur í Bandaríkjunum! Fyrsti Lettinn var hugsaður sem bíll ríka mannsins og var ekki seldur í stórum stíl enda kostaði hann á þeim tíma $ 2150.-

Durant vildi byrja að framleiða bíla í fjöldaframleiðslu til að höfða til fjöldans en Louis Chevrolet var ekki sammála og vildi einungis láta tengja nafn sitt við stóra tilkomumikla og góða bíla.
Það er athyglisvert með tilliti til þróunar nú á tímum á notkun á vörumerki "Chevrolet" þar sem merkið er límt á miður merkileg faratæki til að selja sem mest! Farartæki eins og Daewoo og Opel frá Brasilíu o.s.frv. Louis Chevrolet er sjálfsagt búinn að snúa sér við mörgum sinnum í gröfinni í hvert skipti sem einhverjum markaðsfræðingnum dettur sú "snilldar" hugmynd í hug að líma Chevrolet logóið á einhverjar óseljanlegar druslur til að koma þeim út.

En vegna ágreinings Durant og Chevrolet þá seldi Chevrolet sig út úr fyrirtækinu í október 1913 einungis um ári eftir að byrjað hafði verið að framleiða fyrsta bílinn þar. Nafnið var orðið þekkt vörumerki og það átti W.C. Durant. Hefði Louis haldið áfram í fyrirtækinu hefði hann og allir hans eftirkomendur orðið marg milljónerar.

Durant saknaði hans ekki. Hann hataði manninn en elskaði nafnið. GM sameinaðist síðan Chevrolet Motors undir handleiðslu Durant.

Án þess að geta notað nafn sitt á fyrirtæki þá stofnaði Chevrolet nýtt fyrirtæki að nafni Frontenac motor corp til að smíða nýjan og framúrstefnulegan kappastursbíl.

Síðar réði hann sig sem aðstoðarforstjóra og yfir tæknifræðing hjá nýju fyrirtæki sem hét American Motors Corporation (AMC).

Árið 1929 hætti Louis í bílabransanum og stofnaði Chevrolet Brothers Aircraft Company saman með bróður sínum Arthur.

Árið 1934 setti General Motors manninn sem hafði gefið nafn sitt til best selda bíls þeirra hann aftur á launaskrá en vegna veikinda þá flutti Louis ásamt konu sinni til Florida. Louis Chevrolet dó síðan 6. júní 1941 þá 63 ára að aldri.

Hann var borinn til grafar í Indianapolis sem var sena hans stærstu sigra í ökukeppnum.

„Lifið lífinu lifandi“ á Chevrolet !!!!!

 
Nafn:*
Netfang:
Skilaboð:*
Kóði: ?
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón