Skip to: Site menu | Main content

 

Leitin að Drullusokknum
6.Apríl 2009

Fórum í sumarbústað að Flúðum núna um dagana, nánar tekið við Heiðarbyggð. Veðrið var svo gott alla helgina að það var algjör unun að vera úti við hvort sem var í heita pottinum eða bara vera úti, það var reyndar svolítið kalt en stillan var algjör og þegar maður er búinn að klæða sig vel þá er það ekkert mál. Nú ég tók líka með mér flugustöng nýjan fjarka frá Tomas and Tomas keyptan hjá honum Ingólfi í Vesturröst til að æfa mig með. Því fluguveiðin er þannig að maður er alldrei fullnuma endalaust hægt að bæta við þar, einnnig að þó að maður sé búinn að öðlast ákveðna færni með eitthvað þá er nauðsinlegt að skerpa á þeirri færni. Því oftar sem það er gert bara betra. Nú ég verð að fara fleiri orðum um veðrið og dýrðina!! Það er svo gaman og yndislegt að vera úti í svona góðu veðri t.d á föstudagskvöldið var svo heiðskírt að manni verkjaði, Tunglið stutt í fyllingu, Venus, Karlsvagnin og Norðurstjarnan voru þarna í allri sinni dýrð ásamt öllum hinum stjörnunm. Svo um hálf tíu á laugardagsmorgninum þá var maður aftur kominn í pottinn, var stillan enn og dagsbirtan ekki orðin öll og fegurðin frábær, fjallasýnin og eitt og eitt ljós frá bæum eða sumarbústöðum þvílík unun.

Nema svo fannst Láru seitla eithvað hægt úr sturtunni svo við Olli vorum sendir út á örkina í leit að Drullusokk. Ekkert mál sögðum við, á Flúðum væri örugglega fullt af Drullusokkum og brunuðum við af stað, nú undrunin var töluverð, það var enginn Drullusokkur á Flúðum. Nú þá var brunað á Selfoss þar hlytu að vera fullt af Drullusokkum sem kom á daginn þar var fullt af þeim ;-) Fengum við einnig tvær hespur af mórauðum lopa fyrir Guggu svo að hún gæti prjónað á mig ermahlífar, þá er dautt það vandamál að manni sé kalt sökum þess að það sé bert á milli peisu og vettlings. Var síðan haldið í bústaðinn á ný fengið sé te sopa og svo var farið í fluguköstin enn í sömu dýrðarinnar veðursældinni. Svo um kvöldmatarleitið var farið að huga að matseld sem átti að vera töluvert grand, Humar í forrétt og Hreindýr í aðalrétt og svo var einnig Skyrterta í eftirrétt og svo Mohito á eftir. Reyndum að ryfja upp hvenær við eignuðumst humarinn við Lára en tókst ekki enda var komið aðeins bragð í hann ekki vont reyndar en ekki rétta bragðið. Svo þegar Hreindýrið var dregið fram reyndist það vera lifur, sem sagt Hreindýralifur. Nú voru góð ráð dýr(Hreindýr) farið var í það að hringja í vin og einnig skoðað það sem til var í ískápnum og að endanum var lifrin skorin í sneiðar vellt upp úr hveiti, salt og pipar og svo skellt smá á sjóðheita pönnu, kjötinu rétt lokað svo gerð sósa með miklum lauk og kriddi, lifrin svo sett í sósuna. Hreindýralifrin bragðaðist nú aveg ágætlega bara nokkuð góð. Svo kom Spaugstofan og svo farið í heita pottinn aftur, en nú voru kominn ský á loft og smá vindur en gott veður samt. Svo á sunnudeginum var byrjað á pottinum og svo fluguköst, síðan voru mátaðar þessar fínu ermahlífar sem Gugga var búinn að prjóna. Svo potturinn enn og aftur áður en brunað var í bæinn.

 
Nafn:*
Netfang:
Skilaboð:*
Kóði: ?
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón