Skip to: Site menu | Main content

 

Á silungasvæði Vatnsdalsár ágúst 2013
28.September 2013

14 - 17 ágúst

Vakt 1 kvöldvakt

Frá Brúarhyl að Húnavatni vestan megin svæði 4.

Byrjaði ofan við brúnna á þjóðvegi 1 að vestanverðu. Óð út í sefið og dýpkaði fljótt og var ekki hægt að vaða langt út einnig var mikil drulla í botninum, stóð ég í vatni eins og vöðlurnar leyfðu og enn var talsvert sef fyrir framan mig þannig að ekki leist mér vel á þann stað út af sefinu. Líka ertu örugglega í vandræðum ef fiskur tekur að koma honum í gegnum sefið. Gafst ég upp fljótlega og fór að Steinnesi. Er að rölta niður að bakka þega ég sé að það kemur hreyfing á vatnið og svo liðast hún frá bakkanum, hafði fiskur legið alveg við bakkann sem styggðist mig er ég gekk að bakkanum. Sem segir manni enn einu sinni að maður ætti alltaf að byrja að reyna við grunnið áður enn gengið er að bakkanum. Óð ég svo þar út í þar sem átti að vera renna sem mér fannst hvergi vera, virtist sem væri sef þarna um allt allavega var flugan hjá mér alltaf föst í sefi, óð meira að segja uppfyrir í leit að rennunni. Var með þyngda flugu sem ég átti greinilega ekki að vera með þarna í sefinu því það var allt annað að eiga við þetta eftir að ég setti óþyngda flugu undir, var samt ekki fýsilegt í öllu þessu sefi. Setti samt í eina Bleikju sem ég misti, ver ég með Rauðan Francis og datt í hug að reyna að taka sefið af með því að rykkja flugunni upp úr vatninu og niður í það aftur nokkrum sinnum er að þessu slæ flugunni niður í vatnið og upp aftur, viti menn þegar ég er að rífa fluguna upp úr vatninu er þá ekki fiskur á. Var þetta Bleikja sem hefur ætlað í fluguna hjá mér þegar ég rykki upp, þetta hefur verið ca tveggja punda fiskur sem náði að rífa sig lausa. Fór svo niður að Víðihólma og var sama sefið þar, reyndi samt þar einnig en enginn árangur. Datt í hug að kíkja niður í ós, leist vel á Brandanes vestra og reyndi þar en ekkert að hafa þá, var þá vaktin búinn og tími kominn að fara upp í hús. Þegar ég kem að brúnni við þjóðveg 1 eru þar veiðimenn sem segja mér að hægt sé að vaða út að stólpunum og veiða þaðan sem þeir sýndu mér.

Vakt 2 Morgunvakt

Frá Brúarhyl að Húnavatni austan megin svæði 5.

Byrjaði fyrir ofan brúnna en ekkert markvist gerðist þar utan þess að Laxinn var að sýna sig út í á. Fór svo niður fyrir brú bæði með einhendu og tvíhendu og er að kasta þeim á víxl. Set svo Svartan Francis míkró keilutúpu og kasta út er þá tekið í færið og eru það hefðbundnir Laxa taktar þungir dynkir legið í línunni og stokkið öðru hvoru. Nema ég landa fiskinum sem reynist vera 5 punda hængur. Reyni svo eitthvað meira en ekkert. Ek þá niður að Giljá, skoða hana fyrir ofan þjóðveg tek svo ákvörðun að fara niður að Giljárós. Reyni aðeins við Giljánna þar, fer svo í ósinn og reyni hinar ýmsustu flugur og einnig Hits og andstreymisveiði en ekki vildi hann það. Kíkti svo og reyndi aðeins í Langhyl og Krókshyl áður en ég reyndi aðeins við brúnna á þjóðvegi 1 áður en vaktin var búin. Ekki komu fleiri fiskar.

Vakt 3 kvöldvakt

Frá Bakkastreng að Eyrarhyl svæði 1.

Ók að Eyjólfstöðum og að Ferjuhyl, þar átti að vera góð Bleikjuvon. Er að skoða í fluguboxið þegar ég sé Watson Fancy púpu no 10 afbrigði sem ég hnýtti núna í vor, eins og venjuleg nema um sig miðja var svört háls fjöður úr hana hringvafinn. Ég byrja aðeins fyrir ofan hylinn, er að veiða mig niður eftir þega allt í einu er þrifið í færið, reynist það vera 1,5 punda Urriði, svo skömmu síðar er aftur þrifið í færið hjá mér og reynist það einnig vera Urriði 2 pund. Er að veiða mig svo áfram niður þegar enn er rifið í færið hjá mér og enn er það Urriði 3 pund allir á sömu fluguna. Klára svo að veiða hylinn. Ákveð svo að renna aftur yfir Ferjuhyl, náði engum en misti 2 og eitt högg. (Sá sem svo átti Ferjuhylinn næsta morgun fékk bara Bleikjur svo eitthvað var þetta skrítið með Urriðana mína). Fer svo niður að Veiðistaðnum Grjótin, veiði hann niður með sömu flugu þar til að ég tíni henni. Held áfram að veiða mig niður eftir með Svartan Francis míkró keilutúpu niður í Kornsárós fæ eitt högg á leiðinni svo er ég að veiða Kornsárósinn skipti um flugu set rauðleitan Nobler no 10. Í öðru kasti er rifið í færið hjá mér og er það um það bil 4 punda Lax sem náði að rífa sig lausann. Er nú klukkan að verða og tími til að fara í hús.

Vakt 4 morgunvakt

Frá Húfuhyl að Arnarhyl svæði 2.

Ók fram dalinn lengra en ég átti að fara og var að leita að minkahúsinu því þar átti vaðið að vera til að komast að vesturbakkanum, fann álitlegt hús í sónaukanum en sá ekki neina rétt sem átti að vera á vesturbakkanum. Ók þá til baka þar til að ég fann Minkahúsið og réttina og fann vaðið, er svo að aka norður vesturbakkann í leit að rétta hliðinu að Gilstaðarbug er ég rakst á Náttúru undur sem kallast Kattarauga, stoppa og skoða og líst vel á því út í þessum djúpa pytti eru tveir hólmar sem eru á floti. en svo fór ég loks að veiða. Byrjaði ofarlega í Gilsstaðarbug og er að veiða niður hylinn með bleika Rækjuflugu ekkert er að gerast og ákveð ég að skipta um flugu, línan er kominn beint niður af mér og rykki ég henni frekar hratt inn þegar allt í einu er þrifið í hinn endann, reynist það vera um það bil 4 punda Lax sem ég var með svona í 15 mínútur þegar hann reif sig lausann rétt þegar ég ætlaði að landa honum. Veiddi mig svo áfram niður hylinn án nokkurra tíðinda. Fór svo annað rennsli niður hylinn svo þegar ég er kominn í miðjan hylinn nokkurn veginn þá er rifið í hinn endann og er það einnig Lax sem ég var með í um það bil 5 mínútur, sýndi hann sig og var um það bil 4 - 5 pund þegar hann yfirgaf endann. Svo aðeins neðar er aftur rifið í línu endann en það var stutt gaman en hann hagaði sér þannig fiskurinn að það ver greinilega Lax en ég sá hann aldrei. Kláraði svo að veiða hylinn án frekari tíðinda. Var þá vaktin nokkurn vegin liðin og ég hundsvektur að hafa ekki landað Laxi þannig að ég fór í hús.

Vakt 5 kvöldvakt

Frá Vaðstreng að Flóði svæði 3.

Byrja í Bríkarhyl vestan megin en þarna er soldið sef og er ég búinn að sjá að ég þoli sefið illa. Reyni samt aðeins með tvíhendunni sá eftir að hafa ekki tekið einhenduna með mér, makkerinn var á austurbakkanum og var ekkert að gerast hjá okkur. Fórum þá að Gosa og var hann ekki eins og hann átti að sér en vel veiðilegur samt. Makkerinn setti í 2 punda Sjóbirting en misti og landaði tveim Bleikjum sem hann sleppti en árangurslaust hjá mér. Svo var klukkan orðin 21:00 og gafst ég upp var ekki í neinu stuði.

 

Vakt 6 morgunvakt

Frá Brúarhyl að Húnavatni vestan megin svæði 4.

Fórum beint að brúnni við þjóðveg eitt. Ég kom mér fyrir á stólpanum undir brúnni en makkerinn var í landi í sefinu. Nú veðrið hafi breitt sér kominn norðan stinnigskaldi og ekkert spennandi svo sem en ég þráaðist við og um kl 10:45 setti ég í Lax um það bil 12 pund sem svo sleit hjá mér og fór með fluguna og hálfan tauminn, en ég var með Svartan Francis míkró keilutúpu. Var búinn að reyna stærri Francis, Naglann, Blue Charm, Green Brahan og þyngdar en ekkert gerðist fyrr en ég setti Svartan Francis míkró keilutúpuna undir. En eins og fyrr sagði fór hann með fluguna og átti ég ekki fleiri svarta setti þá undir Rauðan Francis míkró keilutúpu og fljótlega var hann í henni. Nú og svo 15 mínútum fyrir hættutíma setti ég svo í Lax sem ég náði að landi og reyndist hann vera 5,5 punda hængur. (Makkerinn minn var að veiða annarsstaðr og var því ekki með mér fyrr en síðustu tvær vaktirnar). Var þá þessi ánæjulega veiðiferð á enda og er ég strax farinn að hlakka til næsta árs, En ég hafði ekki veitt þarna áður.

 
Nafn:*
Netfang:
Skilaboð:*
Kóði: ?
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón